Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum, fór til Flórída með konu sinni og tæplega árs gömlum syni árið 2007. Þar eyddu þau jólum og áramótum með stórfjölskyldunni. „Þetta var á þeim tíma þegar maður steig inn í aðra og betri veröld þegar maður kom til útlanda; dollarinn var á 58 krónur, allt hræódýrt. Svo var bara legið í vellystingum, alveg dásamlegt,“ segir Magnús.

En eftir nokkra rólyndisdaga í paradís kom í ljós að þeir voru bara lognið á undan storminum. Stormi sem engan óraði fyrir. „Eitt kvöldið, þegar allt var pollrólegt, heyrðist allt í einu mikið öskur af efri hæð hússins þar sem börnin voru að leika sér. AAAAAGGHHHH! Þetta var ekkert venjulegt öskur og allir hrukku í kút. Tengdamamma var næst stiganum og hljóp upp. Þegar þarna var komið við sögu voru amman og barnabarnið farin að öskra í kór: „Þið verðið að koma, strákar!“ Þetta reyndist vera risavaxinn kakkalakki, sem hljóp þunglamalega um teppalagt gólfið. Við kallarnir komum okkur fyrir í stiganum, ég, tengdapabbi og mágur minn. Svona hver á eftir öðrum, þétt saman í stiganum. Ég var fremstur með kúst."

Nánar er talað við Magnús í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins þar sem farið er ítarlega yfir kakkalakkahryllinginn . Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.