Magnús B. Jóhannesson, hefur lýst yfir framboði til Alþingiskosninga fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Magnús lauk meistaranámi í rekstrarhagfræði og stjórnun frá Álaborgarháskóla árið 2002 og hefur starfað sem stjórnandi í atvinnulífinu í um 20 ár. Undanfarin fjögur ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri hjá America Renewables í Kaliforníu, við þróun umhverfisvænnar orku.

Í gegnum tíðina hefur Magnús tekið virkan þátt í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins m.a. sem kosningastjóri tveggja bæjastjórnakosninga og Alþingiskosninga. Jafnframt hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstöðum innan flokksins s.s. formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur, varaformaður stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Keflavík, varaformaður og gjaldkeri Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Keflavík og gjaldkeri Félags Ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri.