Magnús Jónsson útibússtjóri á Húsavík hefur verið ráðinn útibússtjóri í Árbæjarútibúi Landsbankans.  22 sóttu um stöðuna þegar hún var auglýst, 4 konur  og 18 karlar.

Magnús er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað í Landsbankanum frá 2004  þegar hann réði sig norður til Akureyrar sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Landsbankans. Síðar starfaði hann sem fyrirtækjasérfræðingur í útibúinu á Akureyri en hefur verið útibússtjóri á Húsavík frá árinu 2008.

Í fréttatilkynningu kemur fram að áður en Magnús hóf störf hjá Landsbankanum starfaði hann hjá Búnaðarbankanum (síðar KB banka) í Hamraborg sem fyrirtækjafulltrúi og þar áður sem gæða- og þjónustustjóri hjá Element hf.

Magnús er í sambúð með Sigurrós Jakobsdóttur og eiga þau tvo unga drengi.