Eiginkona Magnúasar Kristinssonar, Lóa Skarphéðinsdóttir, hefur tekið við sem eigandi Tungu eignarhaldsfélags ehf. og Háeyjar ehf. Háey var áður í eigu Magnúar og Tunga var skráð á lögmann hans, Þórarinn V. Þórarinsson. Meðal eigna Tungu eru m.a. jörð, sumarhús og hesthús í Biskupstungum, jörð í Suðursveit og verðmætar bifreiðar.

Erfitt er að segja til um fjárhagsstöðu félaganna. Samkvæmt síðasta ársreikningi Tungu fyrir uppgjörsárið 2009 var eigið fé félagsins neikvætt um tíu milljónir króna. Eigið fé Háeyjar var neikvætt um 18,5 milljónir króna í lok árs 2010.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Mugison skilaði tapi árið 2010
  • Rannsókn á gagnaleka úr Landsbankanum á síðustu metrunum
  • Rekstrarkostnaður ÁTVR hækkaði um 130% að nafnvirði á tíu árum
  • Starfsfólki fjölgar hjá umboðsmanni skuldara
  • Kristileg starfsemi í Hafnarfirði er tæknilega gjaldþrota
  • Slitastjórn  Landsbankans skoðar sölu á hlut sínum í Eimskipi
  • Stjórnvöld stoppuðu upp í göt á gjaldeyrishöftunum
  • Straumur útilokar ekki að kæra vegna skuldabréfa Hörpu
  • Grænmeti og ávextir skila miklu til Haga
  • Aðstoðarseðlabankastjóri ekki sáttur við slitastjórnir bankanna
  • Helgi Hjörvar líkir krónunni við Berlínarmúrinn í ítarlegu viðtali
  • Grillið á Hótel Sögu í hálfa öld
  • Óðinn fjallar um evrópska seðlabankann, Svarta svani og kemur inn á Da Vinci Code
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað og Týr fjallar um fulltrúa „þjóðarinnar“
  • Dægurmál, markaðsmál, þjóðmál og fólk á sínum stað
  • Myndasíður, umræður, pistlar og margt, margt fleira...