Magnús Kristinsson hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu vegna fréttaflutnings um að FME hafi framsent til embættis sérstaks saksóknara rannsókn á meintri markaðsmisnotkun stjórnenda Landsbanka Íslands.

Yfirlýsing Magnúsar er eftirfarandi:

„Nafn mitt hefur í fréttum verið tengt þessu mál og a.m.k. á einum stað þannig að ég sé grunaður um að hafa verið þátttakandi í ólögmætu framferði stjórnenda bankans.

Vegna þessa óskaði ég strax í gær eftir því  að fá  tækifæri til að gera embætti sérstaks saksóknara ýtarlega grein fyrir viðskiptum mínum við Landsbanka Íslands, bæði í eigin nafni og nafni einkahlutafélags míns, Smáeyjar ehf.  Ég lít á mig sem fórnarlamb markaðsmisnotkunar stjórnenda Landsbankans og ég bar af þeim viðskiptum stórkostlegan skaða. Ofan á það tjón vil ég ekki  fá bætt grunsemdum um að hafi verið vitorðsmaður þessara manna í ólögmætum aðgerðum, sem hittu mig hvað harðast fyrir.

Það er von mín að rannsókn leiði í ljós hverjir voru gerendur og hverjir þolendur í þessu máli.“

Vestmannaeyjum 21. október 2010

Magnús Kristinsson,

útgerðarmaður