Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, er skattakóngur Íslands samkvæmt samantekt Ríkisskattstjóra. Greiddi hann samtals 189,6 milljónir króna í tekju- og auðlegðarskatta fyrir árið 2012, en hann seldi útgerðarfyrirtækið Berg-Huginn í fyrra.

Kristján V. Vilhelmsson, annar stærstu eigenda Samherja, er í öðru sæti en skattgreiðslur hans námuy 152,3 milljónum króna. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, helsti eigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum vermir þriðja sætið með 135,6 milljóna króna skattgreiðslur.

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, greiddi 115,4 milljónir í skatt, Sigurður Örn Eiríksson greiddi 109,6 milljónir króna í skatt, Sveinlaugur Kristjánsson greiddi 102,8 milljónir og Össur Kristinsson 100,6 milljónir.

Þorsteinn Már Baldvinsson, sem á stærstan hlut í Samherja með Kristjáni Vilhelmssyni, er í áttunda sæti listans með 85,5 milljóna króna skattgreiðslur.

Meðal annarra sem komast á lista yfir hæstu gjaldendur má nefna Skúla Mogensen með 60,2 milljónir í skatt, Ingunni Wernersdóttur með 60,1 milljón og Bjarna Ármannsson með 59,2 milljónir.

Listi Ríkisskattstjóra í heild sinni:

  1. Magnús Kristinsson - Vestmannaeyjum - 189.606.555
  2. Kristján V Vilhelmsson - Akureyri - 152.301.324
  3. Guðbjörg M Matthíasdóttir - Vestmannaeyjum - 135.647.707
  4. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir - Hafnarfirði - 115.385.776
  5. Sigurður Örn Eiríksson - Garðabæ - 109.592.774
  6. Sveinlaugur Kristjánsson - Reykjavík - 102.839.970
  7. Össur Kristinsson - Kópavogi - 100.647.419
  8. Þorsteinn Már Baldvinsson - Akureyri - 85.525.210
  9. Ólafur Björnsson - Hafnarfirði - 82.471.481
  10. Sigurður Sigurgeirsson - Kópavogi - 82.388.484
  11. Arnór Víkingsson - Kópavogi - 77.452.328
  12. Finnur Reyr Stefánsson - Garðabæ - 69.487.059
  13. Sigurbergur Sveinsson - Hafnarfirði - 67.890.768
  14. Ívar Daníelsson - Reykjavík - 67.860.489
  15. Kolbrún Ingólfsdóttir - Akureyri - 67.579.095
  16. Gunnar I Hafsteinsson - Reykjavík - 62.859.869
  17. Steinunn Margrét Tómasdóttir - Reykjavík - 62.209.121
  18. Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir - Garðabæ - 62.057.738
  19. Katrín Þorvaldsdóttir - Reykjavík - 61.979.825
  20. Helgi Vilhjálmsson - Hafnarfirði - 61.711.741
  21. Skúli Mogensen - Reykjavík - 60.163.730
  22. Ingunn Gyða Wernersdóttir - Reykjavík - 60.056.209
  23. Guðmundur Ásgeirsson - Seltjarnarnesi - 59.777.412
  24. Bjarni Ármannsson - Seltjarnarnesi - 59.770.643
  25. Ingi Guðjónsson - Kópavogi - 58.228.644
  26. Helga S Guðmundsdóttir - Reykjavík - 57.251.241
  27. Kristín Einarsdóttir - Akureyri - 57.194.889
  28. Jón A Ágústsson - Reykjavík - 57.135.381
  29. Ágúst Sigurðsson - Hafnarfirði - 54.973.186
  30. Páll Lárus Sigurjónsson - Akureyri - 54.931.501