Magnús Halldórsson, einn stofnenda Kjarnans, lætur af störfum hjá fjölmiðlinum eftir nokkra mánuði. Magnús greinir frá þessu á Linkedin.

Magnús er búsettur í Kirkland, í Washington ríki skammt utan við Seattle á Vesturströnd Bandaríkjanna. Magnús segir ekki hvað taki við í færslunni en greinir þó frá því að hann hafi fyrir jól tekið sæti í stjórn sprotafjárfestingafélags og ætli sér að nýta sér tengsl á Seattle svæðinu til að hjálpa sprotunum og fyrirtækjunum í eignasafninu ađ ná í fjármagn og viðskiptavini.

Magnús á 11,32% hlut í Kjarnanum sem hann hefur starfað á frá stofnun fjölmiðilsins árið 2013. Áður starfaði Magnús meðal annars á Fréttablaðinu og Viðskiptablaðinu. Kjarninn var rekinn með 2,5 milljóna króna tapi 2018.