Magnús Norðdahl hefur verið ráðinn forstjóri LS Retail . Magnús hefur undanfarið starfað sem forstjóri EJS en var áður framkvæmdastjóri hjá Nýherja, forstjóri Aco-Tæknivals og forstjóri Tech Data í Noregi.

Magnús hefur um 25 ára reynslu í stjórnun og rekstri í upplýsingatæknigeiranum. Hann er með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá University of California í Irvine og er giftur Maríu Másdóttur viðskipta- og listfræðingi og eiga þau 3 börn.

„LS Retail er í fremstu röð fyrirtækja á alþjóðavettvangi sem þróa og selja verslunarlausnir byggðar á Microsoft Dynamics. LS Retail hefur vaxið mjög og dafnað á þeim rúmu þremur árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins. Starfsmannafjöldi hefur ríflega tvöfaldast og starfa nú um 60 manns hjá fyrirtækinu. Einnig voru á síðastliðnu ári opnaðar þjónustustöðvar í Bandaríkjunum og Singapore.

LS Retail hefur verið selt til 132 landa, þýtt á 33 tungumál og er dreifing í höndum 120 vottaðra samstarfsfyrirtækja í rúmlega 60 löndum. LS Retail er í notkun hjá yfir 1.500 fyrirtækjum, í 27.000 verslunum og á 55.000 afgreiðslukössum um allan heim,“ segir í tilkynningu.