Magnús Bjarnason, fyrrum forstjóri Icelandic Group, kom nýr inn í stjórn MP banka á hluthafafundi sem haldinn var í síðustu viku.

Í októberlok keypti Straumur fjárfestingabanki 9,99% hlut í MP banka af hollenska félaginu Manastur Holding B.V. og 9,54% hlut af breska félaginu Linley Limited. Við kaupin gekk Mario Espinosa úr stjórn bankans, enda var hann starfsmaður annars erlendu hluthafanna sem seldu hlut sinn í bankanum.

Stjórn bankans er nú skipuð þeim Þorsteini Pálssyni, Skúla Mogensen, Hönnu Katrínu Friðriksson, Ingu Björgu Hjaltadóttur og Magnúsi Bjarnasyni.