Magnús Óskarsson héraðsdómslögmaður hefur bæst í hóp eigenda lögmannsstofunnar Lögmáls. Magnús er með lögmannsréttindi í New York fylki í Bandaríkjunum sem hann öðlaðist árið 2011 og hefur verið með réttindi sem héraðsdómslögmaður frá árinu 2008. Hann útskrifaðist með LL.M. gráðu í félagarétti frá lagadeild New York University árið 2010. Meistaraprófi í lögfræði lauk hann frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2008. Magnús nam lögfræði við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla veturinn 2006 til 2007 í skiptinámi en hafði áður lokið B.A. prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006. Að loknu námi hefur Magnús sótt ýmis námskeið í lögfræði bæði hérlendis og erlendis, m.a. um afleiðusamninga og endurhverfa samninga.

Magnús hefur undanfarin ár starfað hjá MP banka hf. Á árunum 2008 til 2009 var hann fulltrúi hjá Lögmáli ehf. og með námi sinnti Magnús lögfræðistörfum hjá Tryggingamiðstöðinni hf. og lögfræðisviði Kaupþings banka hf. Sérsvið Magnúsar hjá Lögmáli verða bankaréttur, verðbréfamarkaðsréttur, ýmis svið félagaréttar, fjármögnunarsamningar og önnur samningagerð.

Aðrir eigendur Lögmáls eru Ásgeir Þór Árnason hrl., Elvar Örn Unnsteinsson hrl., Lúðvík Örn Steinarsson hrl. og Magnús Guðlaugsson hrl.