Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðs Nýja Kaupþings og Valur Valsson, formaður bankaráðs Glitnis hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem þeir segja upp störfum í bankaráðum bankanna.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins kemur fram í bréfinu, sem Magnús og Valur senda í sameiningu, að í báðum stjórnarflokkum nýrrar ríkisstjórnar séu uppi óskir um mannabreytingar í stjórnum bankanna og í gær hafi forsætisráðherra staðfest að það væri til umræðu.

Aðalfundi bankanna ber að halda í apríl næstkomandi.

Þeir segja hins vegar að á næstu vikum og mánuðum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir í bönkunum og mikilvægt að þeir sem þær taki þær ákvarðanir hafi til þess óskorað umboð og traust.

Uppfært kl. 15:45: Bréfið er nú birt í heild sinni á vef Kaupþings .