Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi United Silicon, hafnar því alfarið að hafa dregið sér fé úr félagi. „Þetta er ekki skemmtilegt og þetta er ekki satt,“ sagði Magnús í samtali við mbl.is . Stofnandi United Silicon hefur verið kærður af stjórn United Silicon , en hann er grunaður um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014.

Magnús hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla til þessa en honum er gefið að sök að hafa dregið að sér 500 milljónir króna frá stofnun félagsins, mtil að mynda með því að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga hann segir í samtali við mbl.is að þetta sé „alls ekki“ rétt og bætir við: „Þetta er nátt­úru­lega bara stærsta bull og vit­leysa sem ég hef nokk­urn tím­ann lesið.“

Hann bætir við að engir peningar hafa farið út úr félaginu. Magnús Ólafur segist hafa ráðið sér nýjan lögmann og segir Magnús að hann sé að vinna í fréttatilkynningu í samtarfi við lögmanninn.