Magnús Þór Ásmundsson, nýr framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og M.Sc. frá Danmarks Tekniske Universitet.  Hann kemur til Fjarðaáls með mikla þekkingu og reynslu á sviði framleiðslu og framleiðsluþróunar. Magnús  starfaði hjá Marel  á árunum 1990 – 2009,  fyrst sem sviðsstjóri í vöruþróun og  síðar sem framkvæmdastjóri framleiðslu.

Þrír nýir framkvæmdastjórar hafa tekið sæti í framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls. Magnús Þór Ásmundsson er nýr framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri öryggis- og heilsu og Jóhann F. Helgason framkvæmdastjóri áreiðanleika.  Af tólf framkvæmdastjórum fyrirtækisins eru nú fjórar konur, en voru áður þrjár.