Fjármálaeftirlitið ætlar að skoða hvort Magnús Þorsteinsson og stjórnendur Straums-Burðaráss brutu lög um verðbréfaviðskipti þegar bankinn lánaði honum til að kaupa BOM fjárfestingar ehf. í nóvember 2007.

BOM, sem var í eigu Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, og Steingríms Halldórs Péturssonar, átti 3,75% hlut í Icelandic Group. Magnús Þorsteinsson var á þeim tíma stór hluthafi og stjórnarformaður Icelandic Group.

Í fréttum Sjónvarpsins 4. desember síðastliðinn var sagt frá vitnisburði Magnúsar vegna skuldamáls, sem þrotabú Straums höfðaði gegn honum í Héraðsdómi Norðurlands til greiðslu á sjálfsskuldarábyrgð upp á 930 milljónir króna.

Í fréttinni sagði: „Hann [Magnús Þorsteinsson] sagði að starfsmenn Straums hefðu fullvissað sig um að ekki yrði gengið persónulega að honum vegna ábyrgðarinnar og hann hafi skrifað upp á hana af greiðasemi við eiganda bankans, sem þá var Björgólfur Thor Björgólfsson, viðskiptafélagi hans. Með ábyrgðinni hefði bankinn komið sér undan yfirtökuskyldu á Icelandic Group.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .