Magnús Ragnarsson, leikari og fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Hann hóf störf í ráðuneytinu í morgun.

Sigríður Hallgrímsdóttir var ráðin aðstoðarmaður mennta- og menningamálaráðherra í lok maí síðastliðins, skömmu eftir að Illugi var skipaður ráðherra. Þau Sigríður og Magnús munu starfa hlið við hlið. Samkvæmt lögum um stjórnarráðið hafa ráðherrar heimild til þess að hafa fleiri en einn aðstoðarmann.