Magnús Ólason verkfræðingur hefur tekið við framkvæmdastjórn Marel UK í Bretlandi af Halldóri Magnússyni sem snýr til höfuðstöðva Marel og tekur við viðskiptaþróun á Asíumarkaði. Magnús hefur starfað sem tæknistjóri hjá Marel UK frá stofnun þess 1998 en fyrir þann tíma starfaði hann við höfuðstöðvar fyrirtækisins.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Magnús mun halda áfram að þróa frekar starfsemi Marel UK í markaðssetningu á hátæknivinnslubúnaði í Bretlandi inn í kjöt-, kjúklinga- og fiskiðnað.