*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 7. maí 2018 17:42

Magnús selur í Símanum

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum seldi í dag alla hluti sína í Símanum fyrir 19,7 milljónir króna.

Ritstjórn
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingamiðla og sölu Símans.
Haraldur Guðjónsson

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingamiðla og sölu Símans seldi í dag alla hluti sína í Símanum fyrir 19,7 milljónir króna að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Magnús seldi 4.443.013 hluti á 4,43 krónur á hlut en á áfram kauprétti að 233.463 hlutum í Símanum.

Alls voru 115 milljón króna viðskipti með bréf í Símanum í dag og hækkaði gengi bréfanna um 0,23% í 4,44 krónur á hlut.