Magnús B. Jóns­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Iceland Sea­­food I­berica, heldur á­fram að selja hluta­bréf í Iceland Sea­­food International hf. Í dag seldi hann hluta­bréf í fé­laginu fyrir rúm­lega tíu milljónir króna. Þetta kemur fram í til­­­kynningu til kaup­hallarinnar.

Sjá einnig: Selur fyrir jafn mikið og hann keypti

Magnús seldi 600.000 hluta­bréf á genginu 17,2 krónur. Um miðjan júní keypti Magnús 2,35 milljónir hluta með kaup­rétti frá árinu 2016. Gengi þeirra við­skipta var 5,4 krónur á hlut og var sölu­hagnaðurinn af þessum við­skiptum því um 7,1 milljón króna.

Í lok júní seldi Magnús bréf í fé­laginu fyrir 12,7 milljónir króna og var sölu­hagnaður þeirra við­skipta 8,7 milljónir króna. Heildar­sölu­hagnaðurinn af þessum bréfum er því 15,8 milljónir króna, en hann keypti hlutina á 12,7 milljónir króna.

Eftir söluna á hann enn um milljón hluti í fé­laginu og kaup­rétt að um 7,6 milljónum hluta.