*

mánudagur, 24. júní 2019
Fólk 8. september 2013 13:32

Magnús tekur við af Davíð sem formaður SUS

Davíð Þorláksson fráfarandi formaður SUS gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Magnús Júlíusson, meistaranemi í verkfræði, var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna til tveggja ára á 42. Sambandsþingi SUS sem lýkur í Borgarnesi í dag eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá SUS. Magnús hlaut 58 atkvæði af 62 greiddum atkvæðum eða 94%. Davíð Þorláksson fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs. 

Magnús er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann útskrifaðist sem stúdent af stærðfræðibraut Verzlunarskóla Íslands og með B.Sc. gráðu í hátækniverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2011. Hann er nú að ljúka meistaranámi í sjálfbærum orkuvísindum innan vélaverkfræðideildar Konunglega Tækniháskólans í Stokkhólmi (KTH). 

Magnús hefur sinnt ýmsum félagsstörfum á síðustu árum. Hann var formaður Pragma, félags verkfræðinema við HR, 2009 - 2010, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík 2010 - 2011, framkvæmdastjóri Bandalags Íslenskra Námsmanna (BÍSN) 2010 - 2011 og sat í háskólaráði Háskólans í Reykjavík 2010 - 2011. Hann sat í stjórn SUS 2009 - 2011, varaformaður Heimdallar 2010 - 2011 og hefur verið framkvæmdastjóri SUS frá því 2012.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is