*

föstudagur, 14. maí 2021
Fólk 4. maí 2021 08:14

Magnús til H:N Markaðssamskipta

Magnús Hreggviðsson hefur verið ráðinn til H:N Markaðssamskipta sem listrænn stjórnandi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Magnús Hreggviðsson hefur verið ráðinn til H:N Markaðssamskipta sem listrænn stjórnandi (e. art director). Greint er frá ráðningu hans í fréttatilkynningu.

Áður hefur Magnús gegnt sömu stöðu hjá EFNI. Auk þess að var Magnús formaður FÍT frá árinu 2015 - 2018 og hefur þar að auki setið í stjórn Art Directors Club of Europe, FÍT og Myndstef.

„Maggi er frábær viðbót við stofuna. Við höfum þekkst til fjölda ára og unnið saman bæði við ýmis verkefni og einnig við að styrkja fagið. Hann er lykill í stækkun og eflingu þekkingar innan stofunnar" segir Högni Valur Högnason, hönnunarstjóri H:N Markaðssamskipta, í tilkynningunni.

Magnús er grafískur hönnuður með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands og MA-gráðu í communication design frá St. Martins háskólanum í London. Magnús hefur starfað hjá fjölda auglýsingastofa, en auk EFNIS hefur Magnús starfað hjá Fíton, ENNEMM og Íslensku auglýsingastofunni.

„Stofunni hefur gengið mjög vel að komast í gegnum takmarkanir í kringum heimsfaraldurinn og uppskárum tvo lúðra á Íslensku auglýsingaverðlaunum. Framtíðin er björt í Bankastrætinu," er jafnframt haft eftir fyrrnefndum Högna.