Magnús Júlíusson hefur tekið við starfi sérfræðings í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.

Magnús er 29 ára gamall og starfaði áður sem sérfræðingur í raforkueftirliti á Orkustofnun. Frá árinu 2013 hefur Magnús starfað sem stundakennari við viðskiptafræðideild Háskóla Reykjavíkur. Þá er hann einnig formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Magnús er með B. Sc í hátækniverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M. Sc. í vélaverkfræði frá Kungliga Tekniska högskolan í Svíþjóð.

Rúmlega 90 manns sóttu um starfið.