*

laugardagur, 15. maí 2021
Fólk 8. apríl 2020 16:41

Magnús til Sýnar

Magnús Hafliðason hefur verið ráðinn forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Sýnar.

Ritstjórn
Magnús Hafliðason hefur meðal annars starfað hjá Domino's og Joe & the Juice.

Magnús Hafliðason hefur verið ráðinn forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Sýnar og mun heyra beint undir forstjóra. Ásamt því að leiða samskipta- og markaðsmál vörumerkja félagsins mun Magnús koma að starfrænni þróun fyrirtækisins og málum sem snúa að upplifun viðskiptavina þvert á vörumerki.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn.

Magnús hefur meðal annars starfað sem rekstrar- og markaðsstjóri Domino‘s á Íslandi og framkvæmdastjóri Domino‘s í Noregi á árunum 2014-2017. Undanfarið hefur Magnús verið framkvæmdastjóri Joe & the Juice á Íslandi ásamt því að sitja í stjórnum fyrirtækja, bæði á Íslandi og erlendis. Magnús útskrifast með MBA gráðu frá Háskóla Ísland í vor. 

„Við erum gríðarlega ánægð með að fá Magga inn í hópinn. Hann mun vinna með Vodafone og Stöð 2 í að bæta enn frekar upplifun okkar viðskiptavina. Það er ekki á hverjum degi sem maður vinnur með markaðsmanni með forritunarþekkingu,” er haft eftir Heiðari Guðjónssyni, forstjóri Sýnar hf, í tilkynningunni.


Stikkorð: Magnús Hafliðason Sýn