Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Magnúsi Ver, fyrrverandi sterkasta manni heims, 600 þúsund krónur í bætur vegna ólögmæts eftirlits lögreglunnar. Málskostnaður fellur niður.

Magnús fór fram á tíu milljónir króna í miskabætur auk dráttarvaxta. Ríkið fór ekki fram á sýknu en krafist þess að fá dómkröfur verulega lækkaðar dómkröfur og að málskostnaður yrði felldur niður.

Málið varðaði stórfellt eftirlit lögreglunnar í nærri þrjú ár. Magnús hafði réttarstöðu grunaðs manns í allan þann tíma vegna stófellds fíkniefnasmygls. Að loknum þessum þremur árum var Magnúsi tilkynnt að lögreglan hefði beitt ýmsum rannsóknarúrræðum, þ.m.t. var síminn hans hleraður, eft­ir­far­ar­búnaður var settur í bíl hans og hlustunarbúnaður var settur í bifreið sem var í umráðum Magnúsar.