Lágvöruverslunin Aldi er í mikilli upsveiflu í Bretlandi um þessar mundir en markaðshlutur Aldi er að verða jafn stór og Waitrose. Á sama tíma eru stórmakaðirnir Tesco og Morrisons sem selja vörur á miðlungsverði að missa markaðshlut sinn.

Markaðshlutur Aldi síðustu 12 vikur hefur verið 4,8% í samanburði við 3,7% í fyrra og sala jókst um 4,8%. Á sama tíma hækkaði markaðshlutur Waitrose upp í 4,9% frá 4,8% á sama tímabili í fyrra. Markaðshlutur Tesco og Morrisons minnkaði á sama tíma, hjá Morrisons féll hann frá 11,5% niður í 11% og hjá Tesco féll hann frá 30% niður í 28,9%.

Talið er að nýjustu tölur staðfesti breytingar í neysluhegðun. Viðskiptavinir eru að hætta að versla í búðum þar sem verðið er miðlungshátt og versla í staðin í lágvöruverslun, eða fínni búð, eða blöndu af báðum búðum. Lidl, sem er önnur lágvöruverslun sem opnaði búðir í Bretlandi fyrir nokkrum árum, er einkum vinsæl en markaðshlutur hennar óx frá 3,1% upp í 3,6% á síðasta ári og jókst sala um 19,5%.