Fyrr í vikunni opnaði fasteignasalan Eignamiðlun vefinn skiptu. is. Vefurinn er ætlaður fólki í fasteignahugleiðingum sem er tilbúið að skipta á eignum sínum. Slík viðskipti eru nefnd makaskipti eigna í fasteignaviðskiptum.

Magnea Sverrisdóttir, fasteignasali hjá Eignamiðlun og forsvarsmaður vefsins, segir makaskiptasamninga aukast í efnahagslægðum. Eftir áralangt góðæri á Íslandi séu þau nú að hefja innreið sína á ný.

„Íbúðareigendur skiptast þá á íbúðum eða á íbúð og einbýli. Vefnum er fyrst og fremst ætlað að liðka fyrir viðskiptum fasteigna. Fólk er hrætt við að kaupa nýja eign án þess að vera búið að selja þá fyrri. Það er óöryggi í fólki í dag í ljósi efnahagsaðstæðna. Með þessu móti geta íbúðareigendur því bæði keypt og selt á sama tíma án teljandi vandræða,“ segir Magnea.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .