„Starfsfólk Fríhafnarinnar er alltaf að bregða á leik, ekki síst þegar hægt er að veita góðu málefni stuðning,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. Hún og allt starfsfólk Fríhafnarinnar lagði sitt af mörkum í tilefni Bleika dagsins sem tileinkaður er árvekniátakinu Bleiku slaufunni og baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Allir klæddust þar einhverju bleiku við vinnu sína í dag. Þá bauð starfsfólkið upp á bleikar makkarónukökur frá Valgeirsbakaríi í Ytri-Njarðvík. Þeir gátu líka fengið að bragða á spænsku rósavíni frá Bobal Shiraz úr flösku sem prýdd er listaverkinu Positive eftir hljómsveitina ColdPlay.

Fram kemur í tilkynningu frá Fríhöfninni að þar hafi verið tekið þátt í sölu á Bleiku slaufunni undanfarin ár og sé þetta ár því engin undantekning.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)