Ekki náðist samkomulag á fundi strandríkjanna við Norðaustur-Atlantshaf í makríldeilunni. Fundinum lauk í Lundúnum í gær, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

„Þessi fundur var haldinn í góðum anda en það er ýmislegt eftir áður en hægt er að ganga frá samkomulagi og það er engan veginn ljóst hvort það gengur. En ég held að maður geti áfram verið frekar bjartsýnn en hitt, sagði Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samninganefndar Íslands í deilunni, í gærkvöldi.

Sigurgeir sagði líkur á að boðað yrði til fundar á komandi vikum.