Tekjur hins opinbera í Færeyjum af sölu makrílkvóta á uppboðum og af gjöldum í sumar nema 88,5 milljónum færeyskra króna eða jafnvirði 1.947 milljóna íslenskra. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta .

Alls hefur 20.000  tonna makrílkvóti verið boðinn upp í Færeyjum í sumar og seldist hann á jafnvirði tæplega 1,6 milljarða íslenskra króna. Kvótinn sem seldur hefur verið á þessum uppboðum hefur að stærstum hluta verið unninn um borð í risaskipinu Lafayette og öðrum erlendum vinnsluskipum sem liggja við Færeyjar og taka á móti afla af færeyskum veiðiskipum.