Makrílveiðar íslenska fiskiskipaflotans skiluðu þjóðarbúinu rúmum 25 milljörðum króna og sköpuðu 1000 ársverk á sjó og landi. Rétt rúmum helmingur makrílaflans kom að landi á Austfjörðum, samkvæmt samantekt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.

Makrílveiðar í íslenskri lögsögu hófust á þessari öld og fór fyrst yfir þúsund tonn árið 2006. Síðan þá hefur hann aukist jafnt og þétt með vaxandi göngum makrílstofnins á Íslandsmið og nam 1.156 þúsund tonnum á þessu ári. Það jafngildir 16% af allri makrílveiði úr stofninum.

Þá kemur fram í samantektinni að árið 2009 hafi um 80% makrílaflans farið til bræðslu. Nú fari yfir 90% af öllum afla til manneldis og staðan er sambærileg því sem best gerist meðal nágrannaþjóða.

Verðmæti makrílaflans nam 25 milljörðum króna. Það jafngildir 5% af útflutningstekjum landsins.

Nánar má lesa um makrílveiðarnar á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis