Mál Alþýðusambands Íslands gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. ASÍ stefndi íslenska ríkinu í apríl síðastliðnum. Málið er höfðað vegna skatts sem lagður var á lífeyrisréttindi launafólks árið 2011.

Ríkið krefst frávísunar málsins en sýknu til vara. Magnús Norðdahl, sem rekur málið fyrir ASÍ, býst við því að við fyrirtöku málsins í dag verði tekin ákvörðun um málflutning vegna frávísunarkröfunnar.