Baldur Guðlaugsson Dómsmál 02.03.11
Baldur Guðlaugsson Dómsmál 02.03.11
© BIG (VB MYND/BIG)
Baldur Guðlaugsson og Karl Axelsson

Verjandi Baldurs Guðlaugssonar útilokar ekki að máli hans verði skotið til Mannréttindadómsstóls Evrópu í Strassborg. Hæstiréttur Karl Axelsson, verjandi Baldurs, var spurður að því eftir að Hæstiréttur staðfesti tveggja ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Baldri eftir hádegi í dag, hvort hann ætli með málið fyrir Mannréttindadómsstólinn. Hann sagðist ætla að íhuga það.

Lagaprófessor telur endurupptöku brjóta í bága við bann

Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, fjallar um málið í grein í Fréttablaðinu í byrjun árs. Hann telur að Fjármálaeftirlitinu sé ekki heimilt að taka mál upp að nýju eftir að hafa fellt það niður.

Róbert R. Spanó, prófessor
Róbert R. Spanó, prófessor
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Kveðið er á um bannið í Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur Baldur í tvígang krafist frávísunar málsins á grundvelli reglunnar.

Fljótlega eftir að Fjármálaráðuneytið greindi Baldri frá því að málið hafi verið tekið upp að nýju var því vísað til sérstaks saksóknara. Eftir það var hann kærður fyrir þau innherjasvik sem héraðsdómur dæmdi hann sekan í apríl í fyrra og Hæstiréttur staðfesti í dag.