*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Erlent 23. ágúst 2011 16:15

Mál gegn Strauss-Kahn fellt niður

Dominique Strauss-Kahn er frjáls ferða sinna eftir að mál gegn honum var fellt niður í dag.

Ritstjórn

Ákæra gegn Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur verið felld niður fyrir dómstólum í New York. Strauss-Kahn var ákærður fyrir að beita hótelþernu kynferðislegu ofbeldi í maí síðastliðnum. 

Málið var fellt niður að ósk saksóknaraembættisins og féllst dómari málsins á það, þegar málið var tekið fyrir í dag.