Fyrirtaka var í dag í máli slitastjórnar Glitnis gegn endurskoðunarfyrirtækinu Pricewaterhouse Coopers (PwC). Slitastjórnin vill meina að endurskoðendur PwC hafi gerst sekir um vanrækslu við endurskoðun reikninga Glitnis fyrir hrun. PwC hefur krafist þess að málinu verði vísað frá dómi en slitastjórnin vill viðurkenningu á bótaskyldu PwC.

Samkvæmt kvöldfréttum Stöðvar tvö var fyrir dómnum í dag fjallað sérstaklega um greiningargerð PwC sem dómurum þykir of löng. Hefur lögmönnum fyrirtækisins því verið veittur frestur til að stytta skýrsluna en málið verður tekið fyrir að nýju 7. febrúar á næsta ári.