*

mánudagur, 27. september 2021
Erlent 13. október 2016 16:16

Mál Hannesar fellt niður

Mál Hannesar Smárasonar fyrir Hæstarétti var fellt niður vegna klúðurs ríkissaksóknara.

Ritstjórn
vb.is

Hæstiréttur hefur fellt niður mál Sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni vegna fjárdráttar. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins.

Hannes var sýknaður af fyrri ákæru á síðasta ári vegna fjárdráttar. Saksóknari áfrýjaði málinu í kjölfarið til Hæstaréttar.

Málið var fellt niður vegna þess að saksóknari skilaði ekki greinargerð tímanlega, þrátt fyrir ítrekaðan frest á skilum greinargerðarinnar. Í dómi Hæstaréttar kemur meðal annars fram að það séu engar haldbærar skýringar á því hvers vegna skil greinargerðarinnar töfðust. Þegar málsgögnin bárust, voru liðin ellefu ár frá meintu broti.

Ákæran snerist um meintan fjárdrátt Hannesar. Hannes millifærði tæplega þrjár milljónir af bankareikningi FL Group frá Kaupþingi í Luxemborg inn á reikning Fons árið 2005. Hannes hélt fram sakleysi sínu.