*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 27. apríl 2018 13:57

Mál Jóns Ásgeirs tekið upp að nýju

Endurupptökunefnd taldi verulega ágalla hafa verið á meðferð málsins sem höfðu áhrif á niðurstöðu þess.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Endurupptökunefnd hefur samþykkt að taka upp að nýju mál Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar og Kristínar Jóhannesdóttur sem snýr að skattalagabroti í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 

Þremenningarnar voru árið 2012 dæmd til refsingar og greiðslu sekta og sakarkostnaðar vegna brotsins en hafði áður einnig verið gert að greiða sektir við úrskurð yfirskattanefndar árið 2007. 

Málið var tekið fyrir á vettvangi Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn þeim Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu með því að refsa þeim tvívegis vegna sömu háttseminnar.

Í umfjöllun endurupptökunefndar segir að skilyrði hafi verið uppfyllt fyrir endurupptöku þar sem verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að það hafi haft áhrif á niðurstöðu þess.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is