Allir viðskiptavinir Kaupþings í Finnlandi sem áttu fé hjá bankanum fá inneignir sínar greiddar.

Fram kemur í finnska Hufvudstadsbladet að Nordea, OP-Pohjola samsteypan og Sampo Bank láni 100 milljónir evra til þess að tryggja þetta og að fjármálayfirvöld bæði í Finnlandi og á Íslandi hafi lagt blessun sína yfir málið.

Talið er að viðskiptavinir Kaupþings í Finnlandi, sem heyrði undir og móðurfélag Kaupþings á Íslandi, séu um tíu þúsund og að þeir hafi átt um 88 milljónir evra í innistæðum en auk þess áttu finnsk sveitarfélög um 23 milljónir evra hjá bankanum.