Munnlegur málflutningur fer fram um frávísunarkröfu sakborninga í stóra Kaupþingsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Níu sakborningar eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í starfi bankans í aðdraganda að bankahruninu. Við fyrirtöku kröfðust verjendur sakborninga frávísun fyrir þeira hönd.

Á meðal ákærðu eru meðal annars Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi. Tveir hinna fyrrnefndu hlutu þunga dóma seint á síðasta ári í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir aðild sína að svokölluðu al-Thani máli.