Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu erfingja dánarbús Steingríms Hermannssonar í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) gegn þeim. Málið snýst um það að Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, var ábyrgðamaður fyrir námsláni sem einn sona hans tók á árunum 1983 til 1988. Lögmaður erfingja Steingríms segir í samtali við VB að næstu skref verði þau að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Steingrímur lést í febrúar árið 2010. Mánuði síðar lenti sonur hans í vanskilum með afborganir af láninu. Erfingjar Steingríms, ekkja hans og sex börn, fengu hins vegar ekki að vita af vanskilum og gjaldfellingu lánsins í kjölfarið fyrr en tæpum þremur árum síðar og hefur LÍN nú krafið þau um greiðsluna. Samkvæmt kröfu LÍN stendur lánið nú í 12 milljónum króna.

Lögmaður erfingja Steingríms sagði í samtali við Viðskiptablaðið í maí margt brogað við kröfu LÍN. M.a. annars væri efast um að hann hafi skilið innheimtuviðvaranir LÍN þar sem hann er bandarískur ríkisborgari sem hvorki skilji né tali íslensku. Vegna formgalla á málatilbúnaðinum sé því ekki hægt að kveða upp dóm í málinu.