Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál Stemmu hf., sem er að meirihluta í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, gegn Sigmari Vilhjálmssyni og félögunum Sjarma og Garma.

Málið snerist um ákvörðun hluthafafundar Stemmu um að heimila sölu á lóðaréttundum að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli og önnur réttindi þeim tengd til félagsins Fox ehf. Sigmar var ósáttur við að tilboði Íslandshótela upp á 50 milljónir króna hafi verið hafnað en tilboði Fox hafi verið tekið upp á 25 milljónir króna ásamt kauprétti að hótellóð, samkvæmt umfjöllun mbl.is um málið.