Dómstóll í New York í Bandaríkjunum hefur ákveðið að taka upp að nýju mál gegn sjö fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis.

Þetta kom fram í seinni fréttum Rúv .

Kemur fram að dómstóllinn hafði samþykkt að vísa málinu frá gegn því skilyrði að allir sjö skrifuðu undir yfirlýsingu um að ef á Íslandi félli dómur slitastjórn í hag væri hægt að ganga að eignum sjömenninganna í Bandaríkjunum.

Pálmi Haraldsson og Hannes Smárason neituðu að skrifa undir slíka yfirlýsingu og því taldi dómstóllinn að skilyrði fyrir frávísun væru brostin.