Verði niðurstaða dómstóla sú að eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur verði dæmdur ólögmætur, fara eigur OR ekki inn í sameinað fyrirtæki REI (Reykjavík Energy Invest) og GGE (Geysi Green Energy), nema nýr eigendafundur ákveði það. Þetta segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður í samtali við Viðskiptablaðið. Samrunaferli REI og GGE gæti þó haldið áfram.

Ragnar vísar þarna meðal annars til hlutar Orkuveitunnar í Hitaveitu Suðurnesja og til 20 ára samningsins. Eins og kunnugt er tók Ragnar að sér mál Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa VG, vegna eigendafundar OR 3. október. Málið var þingfest í vikunni og gerir Ragnar ráð fyrir því að það verði tekið fyrir annan mánudag, héðan í frá. Málaferlin hafa engin áhrif á stjórnarfund OR sem haldinn var á sama tíma og eigendafundurinn