Adidas, Nike og aðrir skóframleiðendur hafa alla tíð selt mikið af sígildum strigaskóm. Árið 2016 mun þó að öllum líkindum fara í sögubækurnar, því sjaldan hafa klassískir strigaskór notið jafn mikilla vinsælda og nú. Dægurmenningin (e. Pop culture) hefur án efa haft mikil áhrif á þessa þróun.

Samkvæmt greiningaraðilum NPD Group, hefur sala á klassískum strigaskóm aukist verulega, eða um 29% á árinu. Um er að ræða 5% bætingu milli ára.

Adidas hefur verið leiðandi í þessari þróun, en fyrirtækið hefur endurheimt annað sætið á lista stærstu íþróttafatnaðarfyrirtækja heims. Ad Age hefur einnig sett fyrirtækið á lista yfir tíu fyrirtækið sem hafa náð hvað bestum árangri í markaðssetningu á árinu.

Fyrir tveimur árum var sýnin hjá Adidas ekki frýnileg, en markaðsstefna þeirra hefur leitt til þess að tekjur félagsins hafa vaxið um 17% milli ára. Sala á Adidas Original línunni hefur svo aukist um 50% milli ára.