Flugfélagið Malaysia Airlines mun segja upp 6.000 starfsmönnum af þeim 20.000 sem starfa hjá félaginu, að því er BBC greinir frá nú í morgun. Jafngildir það um 30% fækkun starfsmanna.

Fækkun starfsmanna er liður í endurskipulagningu félagsins í kjölfar tveggja flugslysa sem það hefur mátt þola á þessu ári. Flugfélagið verður algjörlega í eigu malasíska ríkisins, en áður átti það um 69% hlut í félaginu. Þá verður félaginu skipaður nýr framkvæmdastjóri.