Flugfélagið Malaysia Airlines er tæknilega gjaldþrota, en þetta kemur fram í nýrri tilkynningu félagsins um endurskipulagningu þess sem BBC News greinir frá.

Flugfélagið hefur átt erfitt uppdráttar síðasta árið í kjölfar þess að flugvél á vegum félagsins hvarf sporlaust með 239 farþega innanborðs og önnur flugvél var skotin niður yfir Úkraínu með 298 farþega.

Eftir atvikin neyddist malasíska ríkið til að hlaupa undir bagga og taka flugfélagið yfir. Nú hefur verið tilkynnt að 6.000 starfsmönnum af 20.000 hafi verið sagt upp.

Samkvæmt áætlun félagsins á að „stöðva blæðinguna“ í rekstri þess á þessu ári, ná stöðugleika á því næsta og ná aftur fyrri vexti árið 2017.