*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 4. mars 2015 12:10

Malbikað í Reykjavík fyrir 690 milljónir

Borgarráð samþykkti í morgun 150 milljóna króna viðbótarframlag til malbiksframkvæmda í borginni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í ár er áætlað að verja 690 milljónum til malbiksframkvæmda í Reykjavík og er það 250 milljón króna hækkun frá síðasta ári. Fjárhagsáætlun þessa árs gerði ráð fyrir 110 milljón króna hækkun og í borgarráði í dag var tillaga umhverfis- og skipulagsráðs um 150 milljón króna viðbótarframlag samþykkt.

Í greinargerð með tillögunni segir að veðurfarslegar aðstæður í vetur hafi valdið miklu tjóni á gatnakerfinu. Með viðbótarframlaginu sem samþykkt var í dag eru fjárframlög til malbikunar þau sömu og framlög voru árið 2008 að núvirði. Nú í mars og apríl verður ástand gatna metið faglega og á grundvelli þess mats verður framkvæmdaáætlun fyrir malbikun gerð.

Stikkorð: Reykjavíkurborg