Malcolm Walker, stofnanda og forstjóra bresku matvörukeðjunnar Iceland Foods, gat ekki hugsað sér að sjá reksturinn lenda í höndunum á fjárfestingarsjóði. Slíkir sjóðir eru ekki heppilegir eigendur að fyrirtækjum í smásölurekstri enda láti þeir skammtímasjónarmið ráða för. Þetta segir hann í samtali við breska netmiðilinn Retail Week í dag.

Iceland
Iceland
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Walker og meðfjárfestar hans, þar á meðal nokkrir lykilstjórnendur Iceland Foods keyptu 77% hlut slitastjórnar Landsbankans og Glitnis á dögunum. Hluturinn var áður í eigu Baugs Group og tengdra viðskiptafélaga. Walker og aðrir áttu fyrir 23% hlut í versluninni. Heildarverðmæti matvörukeðjunnar samkvæmt kaupverðinu eru rúmir 1,5 milljarða breskra punda, jafnvirði rúmra 300 milljarða íslenskra króna.

Hann bendir sömuleiðis á að fólk á hans aldri séu alla jafna að undirbúa starfslok sín og efri ár. Því sé ekki að skipta í hans tilviki. Ástæðan fyrir því er sú, að hans sögn, að Sunday Times hafi nýverið útnefnt Iceland Foods besta stórfyrirtæki Bretlandseyja auk þess sem það sé fyrirmyndar vinnustaður þar sem starfsfólki líði vel. Skammtímasjónarmið fjárfestingarsjóðs hefðu spillt vellíðan starfsfólkisins og velt fyrirtækinu af þessum eftirsóknarverða stalli. Það vilji hann ekki sjá og því ákveðið að ganga í að vinna fyrirtækið og leggja rækt við það.

Walker líkir aðdraganda kaupanna á Iceland Foods við það þegar hann kleif Alpana í fyrra en þá var hann að undirbúa sig undir að komast á topp Mount Everest.

„Þetta var löng og erfið leið upp á við. En það var frábært þegar við náðum settu marki,“ segir hann.

Everest farar þurftu að taka á stóra sínum á leið á tindinn.
Everest farar þurftu að taka á stóra sínum á leið á tindinn.
© Aðsend mynd (AÐSEND)