Ekki er að vænta niðurstöðu á næstunni í viðræðum íslenskra stjórnvalda og seðlabanka Evrópu vegna Landsbankans í Lúxemborg að sögn Indriða H. Þorlákssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra.

Málið sé flókið meðal annars vegna lagatæknilegra atriða í kringum þrot Landsbankans ytra. Viðræðurnar ganga meðal annars út á það að losa Seðlabanka Evrópu við íslensk skuldabréf, eins og ríkisbréf og íbúðabréf, sem hann fékk upp í hendurnar vegna veðlána til Landsbankans í Lúx.

Markaðsverðmæti bréfanna er yfir 100 milljarðar króna. Meðal annars skiptir máli hvað ECB fær í staðinn fyrir bréfin og hvað verður gert við skuldabréfin ef ríkið eða Seðlabankinn tekur við þeim gegn greiðslu.

Málið er nú á forræði Seðlabanka Íslands.