Fresta þurfti málflutningi í riftunarmáli sem slitastjórn Landsbankans hefur höfðað gengi Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrum bankastjóra Landsbankans, vegna þess að hann er í gæsluvarðhaldi.

Fréttastofa RÚV segir frá. Aðalmeðferð átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Málið varðar kaupréttarsamning sem Jón Þór Gunnarsson, fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjasviðs bankans, gerði upp við bankann nokkru áður en hann féll. Slitastjórnin vill rifta samningnum, sem var upp á um 100 milljónir króna. Sigurjón er aðalvitni verjanda. hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar sérstaks saksóknara sem snýr meðal annars að meintri markaðsmisnotkun Landsbankans fyrir fall hans. Gæsluvarðhaldskrafan nær til 25. janúar nk.

Fram kemur í frétt RÚV að óvíst er hvenir aðalmeðfer í málinu gegn Jóni Þóri fari farm. Ekki var hægt að taka framburð hans í gegnum síma.