Ákæru sérstaks saksóknara á hendur Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, vegna þáttar hans í Al Thani-málinu svokallaða, var vísað frá í Héraðsdómi í morgun. Forsendan fyrir frávísuninni var sú að ákæran þótti ekki nægilega skýr. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar.

Magnús var ákærður í málinu með þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra bankans, og Ólafi Ólafssyni, eins af helstu hluthöfum Kaupþings, sem jafnframt er sagður hafa átt hlut í Al Thani-fléttunni með sölu á 5% hlut í bankanum rétt áður en hann fór í þrot.

Frávísunarkröfur fjórmenninganna sem ákærðir voru í Al Thani-málinu voru teknar fyrir í dómi í byrjun mánaðar. Sigurður Einarsson , fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í samtali við vb.is á þeim tíma málið fáránlegt og hafi það valdir sér miklu tjóni.