Máli þrotabús Baugs Group gegn erlendum tryggingafélögum var í dag vísað frá dómi í Hæstarétti. Í málinu krafðist þrotabúið greiðslu úr hendi tryggingarfélaganna á grundvelli stjórnendatryggingar sem tryggt hafði stjórnarmenn og yfirmenn félagsins, sem og félagið sjálft, vegna tjóns eða málskostnaðar sem þessir aðilar gætu orðið fyrir, vegna ólögmætra athafna stjórnarmanna.

Í dómi Hæstaréttar segir að Baugi og tryggingarfélögunum hefði verið heimilt að semja um lögsögu í málum sem kynnu að rísa vegna vátryggingarsamningsins og að samið hefði verið þeirra á milli að ágreiningur vegna umrædds vátryggingarsamnings ætti undir lögsögu enskra dómstóla.

Var frávísunarúrskurður héraðsdóms því staðfestur.